Verið velkomin

Á árinu 2017 minnumst við þess að 500 ár eru liðin frá því að Marteinn Lúther hengdi skjal með 95 greinum á dyr Hallarkirkjunnar í Wittenberg. Sá viðburður markaði upphaf siðbótarinnar. Þessara tímamóta minnast lútherskar kirkjur víða um lönd með margvíslegum hætti. Þjóðkirkjan á Íslandi er í þeim hópi og vill minnast fimm alda afmælis siðbótarinnar á fjölbreyttan hátt. Þessi vefur er settur upp til að kynna helstu viðburði afmælisársins og fjalla um siðbótina frá ýmsum ólíkum sjónarhornum.

Nálgast má annað efni tengt siðbótinni á eftirfarandi slóðum: