Um vefinn

Vefur þessi er settur upp í tilefni fimm alda afmælis siðbótarinnar sem evangelísk-lútherskar kirkjur halda hátíðlegt um heim allan árið 2017. Vefurinn er enn í vinnslu en til stendur að færa hingað inn alla viðburði afmælisársins.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar var skipuð af kirkjuráði árið 2012. Undanfarin ár hefur hún unnið að undirbúningi ýmissa viðburða á árinu, eins og sjá má í dagskránni. Afmælisnefndin mótaði sér þá stefnu þegar í upphafi að minnast tímamótanna með margvíslegum hætti og hefur haft það að markmiði að vera í samstarfi við einstaklinga og hópa sem spegla fjölbreytni í starfi kirkjunnar á 21. öld. Meðal annars hefur verið lögð áhersla á verkefni og viðburði sem ná til safnaða um land allt.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar ásamt biskupi Íslands

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar ásamt biskupi Íslands. Frá vinstri:

  • Ævar Kjartansson, tilnefndur af innanríkisráðherra
  • Gunnar J. Gunnarsson, formaður tilnefndur af biskupi
  • Sigurjón Árni Eyjólfsson, kjörinn af kirkjuþingi
  • Agnes M. Sigurðardóttir biskup
  • Solveig Lára Guðmundsdóttir, kjörin af kirkjuþingi
  • Arnfríður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands