Um vefinn

Vefur þessi er settur upp í tilefni fimm alda afmælis siðbótarinnar sem evangelísk-lútherskar kirkjur halda hátíðlegt um heim allan árið 2017. Á vefnum má finna alla viðburði afmælisársins í tímaröð, fyrsti viðburður (janúar) fremst.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótarinnar var skipuð af kirkjuráði árið 2012. Undanfarin ár hefur hún unnið að undirbúningi ýmissa viðburða á árinu, eins og sjá má í dagskránni. Afmælisnefndin mótaði sér þá stefnu þegar í upphafi að minnast tímamótanna með margvíslegum hætti og hefur haft það að markmiði að vera í samstarfi við einstaklinga og hópa sem spegla fjölbreytni í starfi kirkjunnar á 21. öld. Meðal annars hefur verið lögð áhersla á verkefni og viðburði sem ná til safnaða um land allt.

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar ásamt biskupi Íslands

Nefnd um fimm alda minningu siðbótar ásamt biskupi Íslands. Frá vinstri:

  • Ævar Kjartansson, tilnefndur af innanríkisráðherra
  • Gunnar J. Gunnarsson, formaður tilnefndur af biskupi
  • Sigurjón Árni Eyjólfsson, kjörinn af kirkjuþingi
  • Agnes M. Sigurðardóttir biskup
  • Solveig Lára Guðmundsdóttir, kjörin af kirkjuþingi
  • Arnfríður Guðmundsdóttir, tilnefnd af Guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands

Verkefnastjóri Nefndar um fimm alda minningu siðbótar er sr. Arna Grétarsdóttir sóknarprestur á Reynivöllum.