Leikrit um manninn Lúther

Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit um Lúther í Grafarvogskirkju 14. október kl.14. Neskirkja býður upp á sýningu a leikritinu þann 15. októtber kl.14. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er sett upp sem farandsýning og geta söfnuðir og skólar og fleiri áhugasamir pantað sýningu hjá eggert@centrum.is og arna.gretarsdottir@kirkjan.is. Leikritið er ætlað fullorðnum…

Legið yfir Lúther í Neskirkju

Námskeið í tilefni 500 ára afmæli siðaskiptanna í Neskirkju.  Þann 31. október næstkomandi eru 500 ár liðin frá atburði sem gerbreytti mannkynsögunni. Þá mótmælti munkurinn Marteinn Lúther aflátssölu kirkjunnar og sagan segir að hann hafi neglt blöð með 95 andmælum á kirkjudyrnar í Wittenberg. Upp frá því hófst atburðarrás sem leiddi til þess að kirkjan…

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Hátíðartónleikar og Lútherskantata frumflutt í tilefni af 500 ára siðbótarafmælinu 2017. Laugardagur 28. október kl.16 í Víðistaðakirkju. Sunnudaginn 29. október kl.16 í Hljómahöllinni, Keflavík. Fjölbreytt efnisskrá og frumflutningur á Lútherskantötu eftir Eirík Á. Sigtryggsson í samstarfi við kirkjukóra og organista Kjalarnessprófastsdæmis og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Á tónleikunum munu auk kóranna koma fram þau Ragnheiður Gröndal, Bylgja…

Málþing: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót

Málþing sem haldið verður föstudaginn 8. september nk. kl. 13:30-16:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins ber yfirskriftina: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót. Fyrirlesarar eru Ari Trausti Guðmundsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Halldór Björnsson og Sólveig Anna Bóasdóttir. Málþingið er á vegum Guðfræðistofnunar HÍ, Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ og nefndar á vegum þjóðkirkjunnar vegna 500 ára afmælis siðbótarinnar. Málþingið er öllum…

Frímerki

Hinn 14. september gefur Íslandspóstur út frímerki í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar.

Útvarpsþættir

Útvarpsþættir á Rás 1 í umsjá Ævars ­Kjartanssonar guðfræðings. Hann mun stýra 6–8 þáttum ásamt dr. Hjalta Hugasyni um ­siðbótina sem hefjast í september.

Tónleikhús um tvær siðbótarkonur á Hólahátíð

Á Hólahátíð verður Tónleikhús um tvær siðbótakonur flutt þann 13. ágúst kl.11.   ReykjavíkBarokk flytur verkið, en í hljómsveitinni eru 12 hljóðfæraleikarar. Einsöngvararnir Hlín Pétursdóttir Behrens, Jóhanna Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfsson syngja auk kirkjukóra Hóladómkirkju og Hofsós kirkju. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona les leikhluta verksins. Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og Guðný Einarsdóttir organisti…

Tesur á Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal 11.–13. ágúst og verður helguð siðbótarafmælinu. Á hátíðinni fer fram myndlistargjörningurinn Tesur, en á sunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 og eftir veislukaffi verður hátíðarsamkoma í kirkjunni. Upphaf siðbótar og þróun vestræns prentverks liggur samsíða í tíma. Mótmælendur í Norður-Evrópu nýttu sér þessa nýju tækni til að…

Hátíðarmessa og Tónleikhús

Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju 29. janúar kl. 11. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt barnakór kirkjunnar. Vígslubiskupar og Nefnd um fimm alda minningu siðbótar tekur þátt í helgihaldinu. Tónleikhús um tvær siðbótarkonur…

Myndlistasýning í Neskirkju

Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur „Siðbót“ var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu 2016 í Neskirkju. Þar kallast hún á við ákveðin stef siðaskiptanna, þar sem manneskjan stendur frammi fyrir Guði og horfir sértaklega til stöðu konunnar í því sambandi. Kristín vísar auk þess í barokkið í verkum sínum. Sýningin stendur í Neskirkju út marsmánuð 2017.