„Opinn eldur“

Gjörningurinn “Opinn eldur” verður fluttur við útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi kl. 17 þann 10. desember n.k. Í ár er haldið upp á það að 500 ár eru síðan Marteinn Lúther, sem kirkjudeild okkar er kennd við, hengdi upp 95 mótmæli til siðbótar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg. Fyrir réttlætinu barðist Lúther og var bannfærður…

Útgáfuhátíð – Marteinn Lúther – Úrval rita I

Útgáfuhátíð verður haldin í Neskirkju hinn 1. desember n.k kl.16.30 – 18.00 þar sem fyrra bindi af völdum ritum Lúthers verður kynnt. Dr. Gunnar J. Gunnarsson formaður Nefndar um fimm alda minningu siðbótar flytur ávarp og dr. Gunnar Kristjánsson kynnir valin rit Lúthers. Gestum er boðið að kaupa bókina á forsöluverði og fylgir hverju eintaki…

Lúthersdagar í Hallgrímskirkju 26.-31. október

26. október- fimmtudagur Vígsludagur Hallgrímskirkju   12.00  KYRRÐARSTUND- Hallgrímur & Lúther. Hildigunnur Einarsdóttir alt og Björn Steinar Sólbergsson orgel.  Íhugun flytur sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir.   27. október- föstudagur Hallgrímsdagurinn -343. ártíð Hallgríms Péturssonar   20.00  SÁLMAR Á NÝRRI ÖLD! Kammerkórinn Schola cantorum Stjórnandi: Hörður Áskelsson   „Sálmar á nýrri öld“ eru 26 sálmar eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Sigurð…

Útgáfuhátíð á vegum 2017.is

Þann 31. október verða 500 ár liðin frá því að Marteinn Lúther hratt af stað víðtækri þróun á sviði trúar, kirkju, samfélags og menningar í norðanverðri Evrópu með því að birta mótmælagreinarnar 95. Í tilefni af þessum tímamótum stendur rannsóknarverkefnið 2017.is fyrir útgáfu á greinasafni eftir íslenskt háskólafólk. Þess er að vænta að greinarnar varpi nýju ljósi…

Tesur í Hallgrímskirku

Dagana 28. – 31. október fer fram myndlistargjörningurinn Tesur í Hallgrímskirkju. Opnun gjörningsins verður laugardaginn 28. október kl.14. Gestum er boðið að semja og teikna sínar eigin „tesur“ sem prentaðar verða með háprenti á pappír og síðan negldar á trévegg í kirkjunni. Myndlistargjörningurinn Tesur er hugverk listakvennanna Guðrúnar Kristjánsdóttir og Ólafar Nordal. Verkið á að minna…

Djasstríó og sálmasöngur

Kirkjukórar víðs vegar um landið munu halda á lofti söngarfi siðbreytingartímans. ­Djasstríó mun taka þátt í þessu verkefni sem er í umsjá Margrétar ­Bóasdóttur, verkefnastjóra ­kirkjutónlistar og ­söngmálastjóra. Jazztríóið skipa Jón Rafnsson, Kjartan Valdimarsson og Þór Breiðfjörð. Blönduósskirkja: Sálmar og Jazz  með kirkjukórum Blönduóss-, Hvammstanga- og Hólaneskirkju. 22. október kl.20. Sálmar og Jazz verða svo…

Leikrit um manninn Lúther

Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit um Lúther í Grafarvogskirkju 14. október kl.14. Neskirkja býður upp á sýningu a leikritinu þann 15. októtber kl.14. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er sett upp sem farandsýning og geta söfnuðir og skólar og fleiri áhugasamir pantað sýningu hjá eggert@centrum.is og arna.gretarsdottir@kirkjan.is. Leikritið er ætlað fullorðnum…

Legið yfir Lúther í Neskirkju

Námskeið í tilefni 500 ára afmæli siðaskiptanna í Neskirkju.  Þann 31. október næstkomandi eru 500 ár liðin frá atburði sem gerbreytti mannkynsögunni. Þá mótmælti munkurinn Marteinn Lúther aflátssölu kirkjunnar og sagan segir að hann hafi neglt blöð með 95 andmælum á kirkjudyrnar í Wittenberg. Upp frá því hófst atburðarrás sem leiddi til þess að kirkjan…

Hátíðartónleikar og Lútherskantata

Hátíðartónleikar og Lútherskantata frumflutt í tilefni af 500 ára siðbótarafmælinu 2017. Laugardagur 28. október kl.16 í Víðistaðakirkju. Sunnudaginn 29. október kl.16 í Hljómahöllinni, Keflavík. Fjölbreytt efnisskrá og frumflutningur á Lútherskantötu eftir Eirík Á. Sigtryggsson í samstarfi við kirkjukóra og organista Kjalarnessprófastsdæmis og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Á tónleikunum munu auk kóranna koma fram þau Ragnheiður Gröndal, Bylgja…

Málþing: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót

Málþing sem haldið verður föstudaginn 8. september nk. kl. 13:30-16:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins ber yfirskriftina: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót. Fyrirlesarar eru Ari Trausti Guðmundsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Halldór Björnsson og Sólveig Anna Bóasdóttir. Málþingið er á vegum Guðfræðistofnunar HÍ, Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ og nefndar á vegum þjóðkirkjunnar vegna 500 ára afmælis siðbótarinnar. Málþingið er öllum…