Tónleikhús um tvær siðbótarkonur á Hólahátíð

Á Hólahátíð verður Tónleikhús um tvær siðbótakonur flutt þann 13. ágúst kl.11.   ReykjavíkBarokk flytur verkið, en í hljómsveitinni eru 12 hljóðfæraleikarar. Einsöngvararnir Hlín Pétursdóttir Behrens, Jóhanna Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfsson syngja auk kirkjukóra Hóladómkirkju og Hofsós kirkju. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona les leikhluta verksins. Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og Guðný Einarsdóttir organisti…

Tesur á Hólahátíð

Hin árlega Hólahátíð verður haldin á Hólum í Hjaltadal 11.–13. ágúst og verður helguð siðbótarafmælinu. Á hátíðinni fer fram myndlistargjörningurinn Tesur, en á sunnudag verður hátíðarguðsþjónusta kl. 14.00 og eftir veislukaffi verður hátíðarsamkoma í kirkjunni. Upphaf siðbótar og þróun vestræns prentverks liggur samsíða í tíma. Mótmælendur í Norður-Evrópu nýttu sér þessa nýju tækni til að…

Hátíðarmessa og Tónleikhús

Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju 29. janúar kl. 11. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt barnakór kirkjunnar. Vígslubiskupar og Nefnd um fimm alda minningu siðbótar tekur þátt í helgihaldinu. Tónleikhús um tvær siðbótarkonur…

Myndlistasýning í Neskirkju

Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur „Siðbót“ var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu 2016 í Neskirkju. Þar kallast hún á við ákveðin stef siðaskiptanna, þar sem manneskjan stendur frammi fyrir Guði og horfir sértaklega til stöðu konunnar í því sambandi. Kristín vísar auk þess í barokkið í verkum sínum. Sýningin stendur í Neskirkju út marsmánuð 2017.

Söngleikur fyrir barnastarf kirkjunnar

Íslenskur söngleikur um Lúther fyrir starf með 6-12 ára börnum kemur út á efnisveitu kirkjunnar í ­febrúar. Söngleikurinn er gefinn út af ­Fræðslusviði Biskupsstofu. Höfundur ­söngleiksins er ­Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir mun vinna fræðsluefni fyrir TTT-starf út frá söngleiknum.

Lúther og lífsgleðin

Hinn 18. febrúar mun dr. Sigurjón Árni ­Eyjólfsson flytja fyrirlestur um sýn ­Lúthers á lífið og dauðann á dánardegi Lúthers. ­Málþingið verður haldið í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík kl. 18. Eftir málþingið er gestum, er það vilja, boðið að ganga yfir á „Skúla“ og kynnast bjórnum „Lúther“.

Uppskriftir og uppþot: Málþing um kristni og kynlægar hugmyndir

2017.IS — þverfræðilegt rannsóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á trú, menningu og samfélag, stendur fyrir málþingi um kristni og kynlægar hugmyndir undir yfirskriftinni  Uppskriftir og uppþot föstudaginn 24. mars kl. 13:30–16:00. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesarar: Hjalti Hugason: Siðbótin — uppskriftir og uppþot. Þórunn Sigurðardóttir: „Holds sælgætið blíða“. Siðgæði í 17. aldar tækifæris- og siðatextum. Erla…

Konur sem viðfangsefni í guðfræði Lúthers og þátttakendur í siðbót hans

Málstofa á vegum 2017.is verður haldin í stofu 220 í aðalbyggingu Háskóla Íslands fimmtudaginn 2. mars 2017 kl. 15:30.  Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir kynnir rannsóknir sínar á afstöðu Marteins Lúthers til kvenna og þátttöku þeirra í siðbótarhreyfingunni í Þýskalandi og Sviss á 16. öldinni. Málstofan er öllum opin. Sjá myndband frá málstofunni hér.

Æskulýðsdagur

Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er haldinn á hverju ári fyrsta sunnudag í mars sem í ár er 5. mars. Fræðsluefni um Lúther og ­siðbótina fyrir æskulýðsfélög verður gefið út af ­Fræðslusviði Biskupsstofu. Höfundar eru sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir og Margrét Rós Harðardóttir.

Samtal um trú

Boðið verður til „samtals um trú“ sex miðvikudagskvöld á föstunni í safnaðar­heimili Dómkirkjunnar kl. 18.00–20.30. Léttur kvöldverður borinn fram. 1. mars Sr. Karl Sigurbjörnsson: Lúther. Ævi og starf. 8. mars Sr. Sveinn Valgeirsson: Lúther og barnafræðslan. 15. mars Sr. Karl Sigurbjörnsson: Gissur Einarsson og siðbótin á Íslandi. 22. mars Dr. Sigurjón Árni Eyjólfssson: Lúther og þjóðkirkjuhugtakið. 29….