Málþing: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót

Málþing sem haldið verður föstudaginn 8. september nk. kl. 13:30-16:00 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins ber yfirskriftina: Aðsteðjandi umhverfisógn og þörfin á siðbót. Fyrirlesarar eru Ari Trausti Guðmundsson, Arnfríður Guðmundsdóttir, Halldór Björnsson og Sólveig Anna Bóasdóttir. Málþingið er á vegum Guðfræðistofnunar HÍ, Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar HÍ og nefndar á vegum þjóðkirkjunnar vegna 500 ára afmælis siðbótarinnar.

Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.