Að gefa og þiggja

Málþing undir yfirskriftinni „Að gefa og þiggja“ verður haldið í Suðurhlíðarskóla 31. mars kl. 14–17.

Nefnd um fimm alda minningu ­siðbótar í ­samstarfi við ­Samstarfsnefnd ­kristinna ­trúfélaga efnir til málþingsins á ­samkirkjulegum nótum. Dr. ­María ­Ágústsdóttir og dr. Eric Guðmundsson hafa veg og vanda af skipulagningu.

Fyrirlestrar

  • Sr. Jakob Rolland: Um samkomulag Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og  Lútherska heimssambandsins varðandi réttlætingu af trú.
  • Dr. Björgvin Snorrason: Ávextir siðbótarinnar.
  • Dr. María Ágústsdóttir: Að gefa og þiggja andlegar gjafir.

Málstofustjóri: Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir.