„Opinn eldur“

Gjörningurinn “Opinn eldur” verður fluttur við útialtarið við Esjuberg á Kjalarnesi kl. 17 þann 10. desember n.k. Í ár er haldið upp á það að 500 ár eru síðan Marteinn Lúther, sem kirkjudeild okkar er kennd við, hengdi upp 95 mótmæli til siðbótar á hurð hallarkirkjunnar í Wittenberg. Fyrir réttlætinu barðist Lúther og var bannfærður…

Útgáfuhátíð – Marteinn Lúther – Úrval rita I

Útgáfuhátíð verður haldin í Neskirkju hinn 1. desember n.k kl.16.30 – 18.00 þar sem fyrra bindi af völdum ritum Lúthers verður kynnt. Dr. Gunnar J. Gunnarsson formaður Nefndar um fimm alda minningu siðbótar flytur ávarp og dr. Gunnar Kristjánsson kynnir valin rit Lúthers. Gestum er boðið að kaupa bókina á forsöluverði og fylgir hverju eintaki…

Tesur í Hallgrímskirku

Dagana 28. – 31. október fer fram myndlistargjörningurinn Tesur í Hallgrímskirkju. Opnun gjörningsins verður laugardaginn 28. október kl.14. Gestum er boðið að semja og teikna sínar eigin „tesur“ sem prentaðar verða með háprenti á pappír og síðan negldar á trévegg í kirkjunni. Myndlistargjörningurinn Tesur er hugverk listakvennanna Guðrúnar Kristjánsdóttir og Ólafar Nordal. Verkið á að minna…

Djasstríó og sálmasöngur

Kirkjukórar víðs vegar um landið munu halda á lofti söngarfi siðbreytingartímans. ­Djasstríó mun taka þátt í þessu verkefni sem er í umsjá Margrétar ­Bóasdóttur, verkefnastjóra ­kirkjutónlistar og ­söngmálastjóra. Jazztríóið skipa Jón Rafnsson, Kjartan Valdimarsson og Þór Breiðfjörð. Blönduósskirkja: Sálmar og Jazz  með kirkjukórum Blönduóss-, Hvammstanga- og Hólaneskirkju. 22. október kl.20. Sálmar og Jazz verða svo…

Leikrit um manninn Lúther

Stoppleikhópurinn frumsýnir leikrit um Lúther í Grafarvogskirkju 14. október kl.14. Neskirkja býður upp á sýningu a leikritinu þann 15. októtber kl.14. Handrit og leikgerð er í umsjá Valgeirs Skagfjörðs og Stoppleikhópsins. Leikritið er sett upp sem farandsýning og geta söfnuðir og skólar og fleiri áhugasamir pantað sýningu hjá eggert@centrum.is og arna.gretarsdottir@kirkjan.is. Leikritið er ætlað fullorðnum…

Frímerki

Hinn 14. september gefur Íslandspóstur út frímerki í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar.

Útvarpsþættir

Útvarpsþættir á Rás 1 í umsjá Ævars ­Kjartanssonar guðfræðings. Hann mun stýra 6–8 þáttum ásamt dr. Hjalta Hugasyni um ­siðbótina sem hefjast í september.

Hátíðarmessa og Tónleikhús

Hátíðarmessa verður í Hallgrímskirkju 29. janúar kl. 11. Messunni verður útvarpað á Rás 1. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Björn Steinar Sólbergsson er organisti. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur ásamt barnakór kirkjunnar. Vígslubiskupar og Nefnd um fimm alda minningu siðbótar tekur þátt í helgihaldinu. Tónleikhús um tvær siðbótarkonur…

Myndlistasýning í Neskirkju

Sýning Kristínar Gunnlaugsdóttur „Siðbót“ var opnuð fyrsta sunnudag í aðventu 2016 í Neskirkju. Þar kallast hún á við ákveðin stef siðaskiptanna, þar sem manneskjan stendur frammi fyrir Guði og horfir sértaklega til stöðu konunnar í því sambandi. Kristín vísar auk þess í barokkið í verkum sínum. Sýningin stendur í Neskirkju út marsmánuð 2017.

Söngleikur fyrir barnastarf kirkjunnar

Íslenskur söngleikur um Lúther fyrir starf með 6-12 ára börnum kemur út á efnisveitu kirkjunnar í ­febrúar. Söngleikurinn er gefinn út af ­Fræðslusviði Biskupsstofu. Höfundur ­söngleiksins er ­Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir mun vinna fræðsluefni fyrir TTT-starf út frá söngleiknum.