Tónleikhús um tvær siðbótarkonur á Hólahátíð

Diljá Sigursveinsdóttir og Guðný Einarsdóttir

Á Hólahátíð verður Tónleikhús um tvær siðbótakonur flutt þann 13. ágúst kl.11.   ReykjavíkBarokk flytur verkið, en í hljómsveitinni eru 12 hljóðfæraleikarar.
Einsöngvararnir Hlín Pétursdóttir Behrens, Jóhanna Halldórsdóttir, Bragi Bergþórsson og Benedikt Ingólfsson syngja auk kirkjukóra Hóladómkirkju og Hofsós kirkju. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur og leikkona les leikhluta verksins.

Diljá Sigursveinsdóttir fiðluleikari og Guðný Einarsdóttir organisti settu saman þetta magnaða Tónleikhús þar sem tvær siðbótakonur þær Elísabet Cruciger og Halldóra Guðbrandsdóttir eru kynntar í tónum og tali.